ÉG ER ... stílisti, margmiðlunarhönnuður, blaðamaður, innanhússráðgjafi og mamma.

ÉG ER ... jákvæð, skipulögð, samviskusöm, frumleg, heiðarleg, vandvirk, öguð og nákvæm - samt ekki endilega í þessari röð.

ÉG ER ... ævintýragjörn, og elska að hitta fjölbreytt og litríkt fólk og sjá nýja staði. Hef brennandi áhuga á heimili og hönnun, skrifum og ferðalögum.

ÉG HEF ... m.a. starfað sem blaðamaður og stílisti fyrir tímaritið Hús og híbýli, þar sem sköpunargleðin leikur lausum hala í skrifum og stíliseringum eins og glögglega má sjá í „möppunni“ minni hér.

ÉG HEF ... búið erlendis, nánar í Danmörku í góð átta ár. Så ja, jeg taler rigtig fin dansk! Þar starfaði ég um skeið hjá MUUTO þar sem ég sá um skipulagningu, uppsetningu og framsetningu á vörum frá MUUTO í öllum verslunum Magasín í Danmörku. Teiknaði upp útlit verslunarinnar þar inn (shop-in a-shop) og sá um vörupantanir. Fór einnig í ferðir til Berlínar og Finnlands til að stílisera, eins í öðrum sérverslunum í Danmörku.

ÉG HEF ... gert og upplifað svo margt annað skemmtilegt sem við náum aldrei að fara yfir hér í þessari umferð - kannski næst er við hittumst.

Ást og glimmer // Elva.